Baka með spínati og parmaskinku
Þessi baka er svona akkúrat eitthvað sem maður þarf á að halda eftir jólahátíðina. Það er nánast hægt að setja hvað sem er í hana, bara t.d það sem maður á inn í ísskápnum, bara láta hugmyndaflugið ráða. Það er svo mikið til af afgöngum í ísskápnum mínum eftir jólin og ég átti t.d. algjörlega yfirdrifið nóg af ostum og öðru góðgæti. Ég notaði tilbúið bökudeig í þessa böku en þið getið auðvitað líka gert ykkar eigið deig.
1 tilbúið bökudeig(nú eða heimagert)
100 gr frosið eða ferskt spínat
1 rauðlaukur
nokkrar sneiðar parmaskinka
1 ferskur mozzarella skorinn í sneiðar
1 dós sýrður rjómi
2 egg
1/2 dl rjómi
150 gr af osti(bara það sem til er í ísskápnum)
5 litlir tómatar eða 2 stórir
2 tsk kapers
basilika og oregano
rifinn parmesan ofan á bökuna
Forhitið ofninn ií 180°C.
Steikið rauðlaukinn og spínatið á pönnu þangaði til að það verður mjúkt og kryddið með salti, pipar og smá múskati.
Blandið saman sýrðum rjóma, eggjum og rjóma og kryddið með salti og pipar og smá chillidufti. Setjið tilbúna deigið í kringlótt form og setjið bökunarpappír ofan og og hellið annað hvort hrísgrjónum eða bökukúlum ofan á og bakið deigið í ofninum í 10 mínútur, takið þá út og takið bökunarpappírinn ofan af. Þá er best að setja í botninn spínat- lauk blönduna, svo mozzarellaostinn, skinkuna, tómatana og hellið svo eggjablöndunni yfir. Dreifið kapers yfir kryddið með óreganó og basiliku og dreifið parmesan osti yfir.
Hækkið ofninn í 200°C og bakið bökuna í 35-40 mínútur.