Um mig

Ég heiti Ólína S. Þorvaldsdóttir en er alltaf kölluð Lólý af öllum sem ég þekki.
Ég er  Hafnfirðingur eða Gaflari enda aldrei búið annars staðar en í Hafnarfirði fyrir utan smá tíma í Danmörku á unglingsárunum. Ég er með BSc í alþjóða markaðsfræði en hef nú unnið við ýmislegt í gegnum árin, enda lærir maður alltaf eitthvað nýtt á hverjum stað og kynnist nýju fólki.
Mér líður langbest í eldhúsinu og er mikill matgæðingur og ef ég hef ekkert fyrir stafni fer ég í eldhúsið og prófa eitthvað nýtt og gómsætt. Ég les mikið af matreiðslubókum og blöðum og er dugleg við að búa til nýjar uppskriftir og prófa eitthvað nýtt og skemmtilegt í eldhúsinu. Fjölskyldan og vinirnir eru helstu tilraunadýrin hjá mér, en þau segjast öll hafa matarást á mér og segja aldrei nei þegar ég býð þeim að koma til mín í mat til að smakka á einhverju nýju og spennandi.
Mér finnst alltaf gaman að gleðja fólk með góðum mat og ekkert gleður mig meira en að fá fjölskyldu og vini í mat og sjá bros á vör  hjá þeim eftir hvern munnbita.
Ef þið viljið hafa samband við mig – spyrja mig út í eitthvað eða koma einhverju skemmtilegu á framfæri, hafið þá endilega samband við mig á loly@loly.is.

IMG_1293