Kartöflumús með hvítlauk og graslauk
Það er svo gott að gera kartöflumús með mat. En mér finnst algjörlega nauðsynlegt að krydda hana smá og aðeins að poppa hana upp enda er ég nú bara einu sinni þannig að ég vill hafa matinn minn afar bragðmikinn.
1 kg kartöflur
2 hvítlauksrif pressuð
1/2 poki spínat
3 msk smjör til að steikja upp úr og svo 200 gr smjör í kartöflumúsina
salt og pipar eftir smekk
1 tsk chilliflögur
1 tsk múskat
1 msk graslaukur smátt saxaður
Sjóðið kartöflurnar eða notið forsoðnar kartöflur. Á meðan kartöflurnar eru að sjóða er gott að setja spínatið á pönnu með miklu smjöri og hvítlauknum og steikið þangað til að spínatið er orðið mjúkt. Kryddið spínatið með salti og pipar.
Takið kartöflurnar og stappið þær saman og blandið mjólk og smjöri út í þær og hrærið vel saman. Blandið chilliflögum og múskati í kartöflumúsina og blandið svo spínatinu og graslauknum saman við. Smakkið til og kryddið eftir smekk. Svo er bara málið að hafa smá tilfinningu fyrir því hversu þykka maður vill hafa hana, þá er bara að bæta bæði smjöri og mjólk við hana.
Þið getið líka notað kartöflumús úr pakka ef þið nennið ekki hinu.