bananabraud1

Bananabrauð

2 December , 2013

Bananabrauð er alltaf svo gott að skella í fyrir fjölskylduna á góðri kvöldstund með mjólkurglasinu. Ég geri oft bananabrauð enda er það ansi oft sem bananar skemmast hjá mér og þá er alveg kjörið að nota þá í baksturinn.

2 egg
3 dl sykur
3 bananar
1 tsk salt
1 tsk matarsódi
5 dl hveiti

Hitið ofnin í 200°C.
Þeytið saman egg og sykur þangað til það er létt og ljóst.  Maukið bananana á disk og blandið saman við. Bætið síðan þurrefnunum út í og hrærið vel saman.
Setjið í ílangt brauðform og bakið í 45-50 mínútur, best er að stinga í það þegar nokkrar mínútur eru eftir til  að vera viss um að brauðið sé ekki blautt inn í.