aspas-1

Ferskur aspas með parmaskinku

19 June , 2017

Ferskur aspas er frábær tilbreyting með kjötinu eða fisknum í staðinn fyrir salatið. Hann er svo góð viðbót með aðalréttinum nú eða sem forréttur í matarboðið. Ef ég ber hann fram sem forrétt er gott að hafa annað hvort gott balsamik síróp með eða skella í góða kalda sósu til að bera fram með. Ef þið hafið ekki prófað ferskan aspas hvet ég ykkur til að taka eina tilraun með þessa uppskrift, þetta klikkar alls ekki.

1 búnt ferskur grænn aspas
1 dl ólífuolía eða hvítlauksolía
salt og pipar
eftir smekk
1 bréf parmaskinka
Parmesan ostur til að rífa yfir
Balsamik síróp(ef vill)

Byrjið á því að skera neðan af aspasnum, svona eins og 2 cm því sá hluti er yfirleitt trénaður.  Takið 3 aspas og rúllið einni sneið af parmaskinku utan um, leggið á bakka og dreifið olíunni og kryddinu yfir.

Svo er að grilla þá á útigrillinu í 10 mínútur og passa vel að snúa reglulega, en þið getið líka sett hann í ofninn eða á pönnuna.

Um leið og þið takið aspasinn af hitanum er gott að rífa parmesan ostinn strax yfir svo að hann bráðni aðeins ofan á. Svo er bara að bera þetta fram og njóta!!!