Sweet-salad-1

Kjúklingasalat með mangó og sweet chilli

29 May , 2014

Þetta er algjörlega sumar á diski. Það er svo gott að fá sér svona ferskt og gott salat og þar er mangó algjörlega ómissandi. Þegar maður er heppinn að hitta á mangóið alveg rétt þroskað. En svo er auðvitað alltaf hægt að breyta þessu og bæta eftir smekk hvers og eins. Stundum rista ég kasjúhneturnar á pönnu en það er alls ekki nauðsynlegt.

3 kjúklingabringur skornar í bita
1 mangó
1 poki spínat
1 lúka saxað kóríander
1 pakki konfekt tómatar
1 rauðlaukur
1 poki ferskur mozzarella ostur
kasjúhnetur
salt og pipar
kjúklingakrydd(ég nota Nicolas Vahé kryddið)
sweet chilli sósa

Skerið kjúklingabringurnar í bita og steikið á pönnu, kryddið með salti og pipar og kjúklingakryddi og þegar kjúklingurinn er steiktur í gegn þá er gott að hella sweet chilli sósunni yfir og blanda vel saman.
Setjið spínatið í skál eða á disk, dreifið kóríander yfir, skerið rauðlaukinn í litla bita og dreifið yfir og skerið síðan mangó og tómata í bita og bætið saman við. Síðan er gott að rífa niður mozzarella ostinn og setja yfir, bæta síðan kjúklingnum við og að lokum dreifa hnetunum yfir. Ef maður vill hafa sósu með svona aðeins til að bleyta betur í þessu er gott að dreifa smá balsamik síróp yfir og jafnvel blanda saman svona eins og 1 dl sweet chilli sósunni saman við 2 msk af sýrðum rjóma til að hafa með.