enchiladas1

Mexíkóskar chilli enchiladas

27 February , 2014

Þessi réttur er svo ljúfur og góður og besta leiðin til að lýsa honum er að mér finnst hann faðma mann að sér. Þetta er svona réttur sem hægt er að elda fyrir alla í fjölskyldunni því það er svo auðvelt að gera hann ýmist sterkan eða bara hentugan fyrir alla. Eina sem þarf að gera er að setja það magn af chilli sem hentar hverjum og einum nú eða sleppa því en þá mæli ég með að þið kryddið með chillidufti og sleppið ferska chillinu. Njótið elsku vinir og ég vona að þessi réttur faðmi ykkur alveg eins og hann faðmar mig.

500 gr nautahakk
1 laukur smátt saxaður
2 hvítlauksrif pressuð
2 tsk garam masala krydd
1/2 mexíkó rjómaostur
2 msk óreganó
1/2 msk cumin
salt og pipar
1-3 tsk chilliduft (eftir smekk)
2 msk kóríander duft
hvítlaukssalt
2 krukka salsa sósa
2 pokar rifinn ostur
1 dós maísbaunir
8 tortilla kökur
2 msk fersk steinselja
2 rauðir chilli smátt saxaðir

Steikið laukinn og hvítlaukinn upp úr olíu í nokkrar mínútur, kryddið með garam masala og bætið þá nautahakkinu við og steikið vel. Bætið þá öllu kryddinu út og látið malla í 5 mínútur og hellið þá taco sósunni út í, látið þetta síðan malla í 10 mínútur. Bætið þá við nautahakkið rjómaostinum og látið blandast vel við. Að lokum bætið maísbaununum út í og smátt söxuðum chilli, þar að segja ef þið viljið hafa þetta smá sterkt. Hellið hinni dósinni af salsa sósunni í botninn á eldföstu móti en geymið smá af henni til að hella yfir kökurnar áður en þær fara í ofninn.
Hitið ofninn í 250°C og takið eina köku í einu og setjið hakk í miðjunna, smá ost og rúllið upp hverri og einni og raðið í eldfast mót.  Dreifið síðan afganginum af taco sósunni yfir kökurnar og ostinum yfir ásamt steinseljunni og hinum chillinum. En stundum finnst mér mjög gott að krydda aðeins yfir kökurnar áður en þær fara í ofninn með kóríander dufti. Setjið inn í ofn í rúmlega 10 mínútur eða þangað til osturinn er vel bráðnaður.

Gott er að hafa guacamole með þessu annað hvort heimagerða eins og uppskriftin er af hér á síðunni eða tilbúna úr dós, hrísgrjón og sýrðan rjóma.