pavlova

Pavlova með kókósbollurjóma og jarðaberjum

2 December , 2014

Það er alltaf eitthvað svo fallegt að bera fram Pavlovu, hún stendur einhvern veginn alltaf fyrir sínu og er afar einföld að baka. Það er margir hræddir við að skella í eina svona en ég held að maður eigi bara að prófa einu sinni til að sjá hversu auðvelt þetta er. Svona kökur geta alltaf fallið alveg sama hversu oft maður hefur bakað hana og maður má ekki hætta að baka hana þó að þetta gerist einu sinni. Oft hefur það meira að gera hvernig eggin eru heldur en hvort bakarinn er góður eða ekki. Svo að ég hvet ykkur til að skella í eina svona næst þegar ykkur vantar frábæran eftirrétt.
Lesa meira »

asyan-style-soup-1

Austurlensk kókós kjúklingasúpa

22 November , 2014

Súpur eru alltaf svo góðar og ljúft að gera svolítið magn af þeim því þá á maður alltaf afgang daginn eftir.  Og súpur eru yfirleitt eitthvað sem bragðast best daginn eftir. Þess vegna geri ég oft súpu að kvöldi til sem ég er svo með í matinn daginn eftir sem er svo yndislegt, að þurfa ekkert annað en að hita súpuna upp og eiga gott brauð með. Matartíminn verður ekki einfaldari. Þessi súpa er svo mikið geggjuð og yndisleg og ég held að ég gæti borðað endalaust af henni. Það eru örugglega orðin 10 ár síðan ég gerði þessa fyrst og hún stendur alltaf fyrir sínu.
Lesa meira »

3laga-kaka-1

Súkkulaði karamellu kaka

28 October , 2014

Hér kemur ein þriggja laga kaka – algjörlega geggjuð og svona ekta í takti við það sem er að gerast í súkkulaði heiminum núna. Þetta er súkkulaði og karamellu kaka með smá salti sem gerir súkkulaðiðbragðið miklu sterkara og betra finnst mér.
Lesa meira »