
Pavlova með kókósbollurjóma og jarðaberjum
Það er alltaf eitthvað svo fallegt að bera fram Pavlovu, hún stendur einhvern veginn alltaf fyrir sínu og er afar einföld að baka. Það er margir hræddir við að skella í eina svona en ég held að maður eigi bara að prófa einu sinni til að sjá hversu auðvelt þetta er. Svona kökur geta alltaf fallið alveg sama hversu oft maður hefur bakað hana og maður má ekki hætta að baka hana þó að þetta gerist einu sinni. Oft hefur það meira að gera hvernig eggin eru heldur en hvort bakarinn er góður eða ekki. Svo að ég hvet ykkur til að skella í eina svona næst þegar ykkur vantar frábæran eftirrétt.
Lesa meira »