
Mexíkóskar chilli enchiladas
Þessi réttur er svo ljúfur og góður og besta leiðin til að lýsa honum er að mér finnst hann faðma mann að sér. Þetta er svona réttur sem hægt er að elda fyrir alla í fjölskyldunni því það er svo auðvelt að gera hann ýmist sterkan eða bara hentugan fyrir alla. Eina sem þarf að gera er að setja það magn af chilli sem hentar hverjum og einum nú eða sleppa því en þá mæli ég með að þið kryddið með chillidufti og sleppið ferska chillinu. Njótið elsku vinir og ég vona að þessi réttur faðmi ykkur alveg eins og hann faðmar mig.
Lesa meira »