avocado-tagliatelle-1

Avókado pasta

16 January , 2014

Mér finnst oft svo gott að geta gert einhvern einfaldan rétt á skömmum tíma. Þessi réttur var svona eitthvað sem mér datt í hug að gera af því að ég átti mjög þroskað avókadó sem þurfti að nota strax og hugsaði með mér af hverju ekki að gera sósu úr avókadóinu svona eins og maður gerir pestó og hefur með pasta. Og voila þetta heppnaðist bara svona líka vel og allir glaðir á heimilinu með þennan rétt.
Lesa meira »

the-cake

Vetrarmyntukaka með súkkulaði

11 January , 2014

Það var smá challenge að gera þessa köku og ég var búin að mana mig upp í þetta í marga daga. Henti mér svo í málið fyrir áramótin og guð minn góður þetta var sko algjörlega þess virði. Þetta var smá föndur, tók smá tíma og þolinmæði en váá þetta var svakalega skemmtilegt að gera og alveg geggjuð góð kaka sem toppaði annars alveg frábært gamlárskvöld.
Lesa meira »

piece-of-pie

Baka með spínati og parmaskinku

3 January , 2014

Þessi baka er svona akkúrat eitthvað sem maður þarf á að halda eftir jólahátíðina. Það er nánast hægt að setja hvað sem er í hana, bara t.d það sem maður á inn í ísskápnum, bara láta hugmyndaflugið ráða. Það er svo mikið til af afgöngum í ísskápnum mínum eftir jólin og ég átti t.d. algjörlega yfirdrifið nóg af ostum og öðru góðgæti. Ég notaði tilbúið bökudeig í þessa böku en þið getið auðvitað líka gert ykkar eigið deig.
Lesa meira »