kaka-poppyseeds2

Appelsínukaka með birkifræjum

10 November , 2013

Það er svo gaman að baka þessa köku og ekki skemmir fyrir hversu einföld hún er. Það sem mér finnst best við hana og er svona mesta twistið er að hún er með birkifræjum í sem er algjörlega geggjað. Þau smella í munninum á manni þegar maður tyggur og það er alltaf svo ótrúlega mikil upplifun við að borða mat þegar áferðin er svona mismunandi og kemur manni skemmtilega á óvart. Svona er þessi skemmtilega uppskrift.
Lesa meira »

broccolipasta

Brokkólípasta

5 November , 2013

Þessi uppskrift er sko algjörlega uppáhalds hjá mér og fjölskyldunni allri. Ekki það að þetta er uppskrift sem ansi margir vinir mínir eru farnir að vera með mjög reglulega í kvöldmatinn. Þessa uppskrift kom systir mín með heim frá Ítalíu fyrir mjög mörgum árum síðan, ekta ítölsk einföld pasta uppskrift sem er afar einkennandi fyrir ítalska matargerð. Hvet ykkur svo mikið til að prófa þetta pasta en það sem skiptir máli er bara að krydda þetta eftir smekk. Njótið elsku vinir!!!
Lesa meira »

perukaka1web

Perukaka með kanil

26 October , 2013

Það er afar einfalt að baka þessa köku og þetta er svona kaka sem er alltaf gaman að henda í þegar maður á von á gestum. Það sem er líka skemmtilegt er að það er bæði hægt að nota perur í hana eða epli, nú eða bara bæði og þá er bara spurning um að hafa helming epli og helming perur. Svo er algjörlega himneskt að vera með rjóma með henni en hafa hann fljótandi – stundum nefnilega skemmtilegt að sleppa því að þeyta hann.
Lesa meira »