rostbeef-1

Roastbeef með sætum kartöflum og wasabi sósu

19 September , 2013

Ég er svo mikil kjötmanneskja og ég verð bara að fá gott kjöt reglulega. Oft finnst mér gott að fá mér kalda sósu og eitthvað einfalt með eins og sætar kartöflur sem eru alltaf hollar og góðar fyrir mann.
Lesa meira »

foccacia-braud

Focaccia brauð

10 September , 2013

Ég held að þetta sé svona fyrsta brauðið sem ég lagði í að baka. Mér finnst svo lítið mál að skella í þetta brauð þegar mig langar að hafa pasta nú eða þegar ég er með saumaklúbb og langar í gott brauð með ostunum og parmaskinkunni. Það er svo auðvelt að hræra í þetta, skella í eldfast mót og gleyma því svo í nokkrar klukkustundir. Þá hefast það svo vel og verður alveg geggjað!!!
Lesa meira »

cesarkjuklingur-med-spinati-og-hummus

Cesarkjúklingur með spínati og hummus

9 September , 2013 Birt í: ,

Þessi uppskrift fæddist bara í eldhúsinu fyrir ekki svo löngu. Mig langaði svo í einhvers konar kjúklingarétt með cesardressingu og ég átti þetta allt til í ísskápnum, sem er stundum svolítið gott því þá sleppur maður við að fara út í búð. Og þess vegna má nú líka alveg breyta þessari uppskrift eftir því hvað er til í skápunum hverju sinni.
Ég hef reyndar gert þetta bæði með því að vera með ferskar kjúklingabringur og svo eins notað kjúkling sem hefur verið afgangur frá deginum áður en þá hef ég bara skellt honum beint í dressinguna. Held að þetta sé svona réttur sem flestum líkar við en er ferskur og hollur.
Lesa meira »