Þessi uppskrift fæddist bara í eldhúsinu fyrir ekki svo löngu. Mig langaði svo í einhvers konar kjúklingarétt með cesardressingu og ég átti þetta allt til í ísskápnum, sem er stundum svolítið gott því þá sleppur maður við að fara út í búð. Og þess vegna má nú líka alveg breyta þessari uppskrift eftir því hvað er til í skápunum hverju sinni.
Ég hef reyndar gert þetta bæði með því að vera með ferskar kjúklingabringur og svo eins notað kjúkling sem hefur verið afgangur frá deginum áður en þá hef ég bara skellt honum beint í dressinguna. Held að þetta sé svona réttur sem flestum líkar við en er ferskur og hollur.
Lesa meira »