
Brauðbakstur
Það eru mjög margir sem eru hræddir við allan gerbakstur og ég skil það svo sem alveg. En það er nú einu sinni þannig að eins og með svo margt þá þarf maður bara að æfa sig í þessu. Það er nú með flest að maður nær ekki að fullkomna það í fyrsta sinn. Þessi uppskrift af brauði er afar einföld og í raun það eina sem maður þarf að gera er að hnoða í deigið löngu áður en það á að baka úr því. Stundum er svolítið gott að gleyma deiginu í þó nokkurn tíma því þá lyftir það sér best og bakast vel.
Lesa meira »