
Ferskur aspas með parmaskinku
Ferskur aspas er frábær tilbreyting með kjötinu eða fisknum í staðinn fyrir salatið. Hann er svo góð viðbót með aðalréttinum nú eða sem forréttur í matarboðið. Ef ég ber hann fram sem forrétt er gott að hafa annað hvort gott balsamik síróp með eða skella í góða kalda sósu til að bera fram með. Ef þið hafið ekki prófað ferskan aspas hvet ég ykkur til að taka eina tilraun með þessa uppskrift, þetta klikkar alls ekki.
Lesa meira »