pizza-prosciutto1

Pizza með hráskinku og rucola

20 January , 2017

Það er alltaf svo ljúft á föstudögum að skella í pizzu – svo slakandi og gott eftir vinnuvikuna. Það er eiginlega þannig að ég elska þessi yndislegu föstudagskvöld þar sem allt er í rólegheitunum, vikan á enda og ilmurinn af ljúffengri pizzu í ofninum og ekki skemmir fyrir að fá sér gott glas af rauðvíni nú eða af einhverjum öðrum eðal uppáhalds drykk. Þessi pizza er í algjöru uppáhaldi hjá okkur fjölskyldunni.

1 skammtur pizzadeig (tilbúið deig eða ykkar eigin uppskrift) Það er líka uppskrift inn á upplifun hjá mér sem er svakalega gott pizzadeig sem er líka brauðdeig.

1 dl pizzasósa
1 pakki parmaskinka
5 tómatar vel rauðir eru bestir og alltaf gott að geyma tómatana á borðinu í nokkra daga
1 pakki basilikum
1 höfðingi eða camembert
1 poki rifinn mozzarella
1 piparostur
1 parmesanostur
1 poki rucola salat

Svo krydda ég hana vel með parmesan basil salti frá Nicolas Vahé sem ég er algjörlega orðin háð.

Hvítlauksolía eða chilliolía frá Nicolas Vahé

Setjið pizzasósu á botninn á deiginu, dreifið 1 poka af rifnum mozzarella yfir, skerið niður 1 ost (höfðingja eða camember) í sneiðar og raðið á pizzuna, skerið í sneiiðar piparost og raðið á pizzuna.  Setið grófan svartan pipar yfir og smá salt.
Setjið pizzuna á pizzastein eða pizzapönnu og skellið á sjóðandi heitt útigrill eða í ofn við 275°C í c.a 20 mínútur, takið þá út og dreifið tómatsneiðum yfir, rífið ferskan mozzarella yfir og setjið fullt af ferskri basiliku yfir.  Látið pizzuna aftur á hitann í 5 – 7 mínútur eða þangað til osturinn er bráðnaður.  Skerið og setjið parmaskinku á hverja sneið og berið fram með rucola salati og parmesanosti.
Gott er að setja hvítlauksolíu eða sterka chiliolíu yfir.