nuts-in-chocolate

Heimagert súkkulaði með hnetum

27 November , 2013

Ég elska súkkulaði svona eins og við svo margar konurnar gerum og finnst nánast allt gott sem inniheldur súkkulaði, þó sérstaklega dökkt súkkulaði.  Þessi uppskrift hér að neðan er  eitthvað sem ég er búin að gera margar mismunandi tegundir af og alltaf er þetta jafn svakalega gott.

300 gr 70% súkkulaði (eða 200 gr 70% súkkulaði á móti
100 gr mjólkursúkkulaði.)
200 gr blandaðar hnetur (bara þær hnetur sem þér finnst bestar)
1 msk hunang
3 msk rifinn appelsínubörkur
3 msk þurrkuð trönuber(má sleppa)
smá chillipipar ef maður fílar að hafa smá bit í þessu

Bræðið súkkulaðið í potti ásamt hunanginu. Takið eldfast mót sem er u.þ.b 25x30cm kantað form.  Þegar súkkulaðið er bráðið, blandið þá saman við það hnetunum og því sem þið viljið hafa í súkkulaðinu.

Hellið blöndunni í formið og kælið í klukkustund.  Hægt er að bera það fram í heilu lagi eða brotið í sundur í óreglulega bita.  Það gerir gæfumuninn ef maður nennir að rista aðeins möndlurnar og hneturnar á pönnu áður en þær eru settar út í súkkulaðið.

Ég á þetta alltaf inn í ísskáp og það kemur sér alltaf af góðum notum þegar góða gesti ber að. Bragðast einstaklega vel með kaffibollanum.