piparmyntusukkuladikaka-med-kokos

Piparmyntusúkkulaðikaka með kókós

23 August , 2013

Þessi kaka er svo yndislega falleg og bræðir hvaða bragðlauka sem er. Það er enga stund verið að smella í eina svona á góðum sunnudegi fyrir fjölskylduna.

1 pakki Betty Crocker Milk Chocolate cake mix
1 dós Betty Crocker Vanilla Frosting
4 tsk piparmyntudropar
Kókósmjöl

Blandið súkkulaðikökuna eins og segir til á pakkanum.  Blandið síðan 2 tsk af piparmyntudropum út í og bakið eins og segir til á pakkanum.
Takið síðan kremið og blandið það með 2 tsk af piparmyntudropum og hrærið vel.

Passið upp á að kæla kökuna vel áður en kremið er sett á – síðan er bara að þekja hana vel af kókósmjöli.