aspargus-supa-v2

Aspassúpa með ferskum aspas

8 September , 2016

Aspassúpa er algjör klassík sem er svo einfalt en afar ljúft að gera fyrir fjölskylduna. Stundum er þetta einfalda og sígilda svo gott en maður gleymir bara að gera þessar gömlu og góðu uppskriftir. Það þykir líka ansi mörgum afar ljúft að fá súpu svona annað slagið sérstaklega þegar farið er að kólna úti og haustið skelllur á.

3 msk smjör
5 msk hveiti
1 dós niðursoðinn aspas
6 dl vatn
1 ferna matreiðslurjómi
2 grænmetisteningar
1 kjúklingateningur
salt eftir smekk
pipar eftir smekk (hvort heldur svartur eða hvítur pipar)
1/2 búnt ferskur aspas(ekki nauðsynlegt en ótrúlega gott)

Bræðið smjörið í potti og bætið hveitinu saman við hægt og rólega og hrærið vel í á meðan. Hellið safanum af aspasinum saman við smátt og smátt og gerið síðan það sama með rjómann og vatnið.
Setjið aspasinn út í og kraftinn og látið sjóða í 15 mínútur, kryddið eftir smekk og passið upp á að smakka á milli svo að súpan bragðist nákvæmlega eftir ykkar smekk.