Oreobrownies 72p

Brownies með Oreo kexi

11 May , 2015

Brownies eru svona kökur sem allir elska – þessar er algjör snilld þar sem twistið eru Oreo kexkökur sem er blandað saman við deigið.  Nammi nammi namm – þær eru algjörlega geggjaðar.

165gr smjör brætt
200gr dökkt súkkulaði saxað
3 egg
2 eggjarauður
1 vanillustöng
165gr ljós brúnn púðursykur
2 msk hveiti
1 msk kakó
smá salt
155 gr Oreo kex brotið í 4 bita

Þið þurfið 20 cm kantað bökunarform eða eldfast mót.

Forhitið ofninn í 180°C. Smyrjið formið með smjöri og setjið bökunarpappír ofan í það þannig að pappírinn fari aðeins yfir brúnirnar.

Bræðið smjörið í potti við meðalhita. Þegar smjörið er bráðnað bætið þá súkkulaðinu út í og látið standa í nokkrar mínútur og hrærið svo vel saman þangað til allt súkkulaðið er vel bráðnað saman við smjörið.

Á meðan að súkkulaðið er að bráðna þá skulu þið setja eggin og eggjarauðurnar í skál ásamt fræjunum úr vanillustönginni og þeytið vel saman þangað til það verður létt og ljóst. Bætið þá sykrinum út í og passið upp á að hella honum út í á meðan þið hrærið rólega saman og hellið honum meðfram köntunum svo að allt loftið farið ekki úr eggjunum. Þeytið þetta vel saman þangað til það verður aðeins stíft. Bætið þá súkkulaði smjörblöndunni við og hellið út í meðfram köntunum á skálinni. Að lokum blandið þið saman við blönduna hveitinu, kakóinu, saltinu og 1/3 af Oreo kexinu.
Hellið deiginu í formið og takið afganginn af kexinu og brjótið hverja köku í 4 hluta og dreifið ofan á blönduna, ýtið kökunum aðeins ofan í deigið.
Bakið í miðjum ofninum í 25-30 mínútur eða þangað til að hún er aðeisn blaut í miðjunni en toppurinn á henni er aðeins farin að brotna aðeins. Leyfið henni að kólna aðeins áður en hún er borin fram.