eggs benedict

Eggs Benedict

13 October , 2013

Ég elska egg – hugsa að ég gæti næstum því  borðað egg með öllu. Það er eitthvað svo fallegt og guðdómlegt þegar eggjarauðan lekur út úr egginu, fæ sko algjörlega vatn í munninn. Við hjónin erum alltaf að æfa okkur í að gera eggs benedict sem er svona smá handavinna til að fá þau falleg. Hér er aðferðin en svo er bara að vera þolinmóður og æfa sig í að mastera þetta.

1 egg á mann
skinka
ostur
avókadó
brauð eða skonsur
Hollandaie sósa eða Bernaise sósa
2 msk edik
smá salt

Setjið vatn í djúpann pott svona til hálfs og bætið ediki og salti út í. Látið suðuna koma upp, lækkið þá undir pottinum en látið hann samt halda vægri suðu. Brjótið eitt egg í einu í skál, hrærið í vatninu í pottinum þannig að það myndi svona hringrás og hellið þá egginu út í vatnið varlega og passið upp á að það snúist í vatninu. Sjóðið í 3 mínútur en þá á eggjahvítan að vera umvafin eggjarauðuna, en eggjarauðan á að leka út þegar skorið er í það.
Þetta er svo auðvitað borðað með því sem ykkur finnst best en ef maður fær Eggs Benedict á veitingastað þá kemur það yfirleitt ofan á skonsu, með skinku, egginu ofan á og svo fullt af hollandaie sósu. En svo er auðvitað bara best að bera þetta fram með uppáhalds meðlætinu ykkar eins og að rista bara gott súrdeigsbrauð og setja avókadó ofan á og tómata ásamt beikoni og svo elsku eggin ofan á.