jullak-v1-960x640

Júllakaka

19 March , 2016

Þessi kaka er í mjög miklu uppáhaldi hjá mér og hefur verið síðan ég var lítil stelpa. Mamma bakaði þessa köku mjög reglulega fyrir okkur en hann Júlli frændi minn er sá sem mér finnst hreinlega eiga þessa köku. Þessi uppskrift kemur upphaflega úr bókinni Unga stúlkan og eldhússtörfin sem síðar hét Unga fólkið og eldhússtörfin. Þar heitir hún brún kaka en hún heitir bara Júllakaka vegna þess að hann Júlli frændi minn bakaði þessa köku mjög reglulega.

125 gr smjör eða smjörlíki
150 gr púðursykur
1 egg
1 tsk kanill
1 tsk negull
1 tsk matarsódi
250 gr hveiti
1 1/2 dl súrmjólk

Hitið ofninn í 180°C.
Þeytið saman smjör og púðursykur þangað til að það er vel blandað saman. Bætið þá við egginu og hrærið vel. Þá er blandað saman við þurrefnunum og að lokum súrmjólkin sett út í.
Setjið í hringlaga form með gati í miðjunni (má auðvitað vera bara venjulegt hringlaga form en mér finnst hún bara svo miklu fallegri í hringlaga formi með gati, og bakið hana í 30 mínútur eða þangað til að hún er bökuð í gegn en þið finnið það með því að stinga prjóni í hana og hann kemur út hreinn.