potaoto-rosmarin

Kartöflur með hvítlauk og rósmarín

14 November , 2013

Þessar kartöflur eru ómótstæðilega góðar og yndislegar með hvaða kjöti, fiski eða kjúkling sem er. Þær eru í algjöru uppáhaldi hjá mér og ég held að það myndi enginn deila við mig þó ég segji að kartöflur og rósmarín eru algjörlega “match made in heaven”

4 litlar kartöflur á mann
búnt ferskt rósmarín
hvítlauksolía(frá Nicolas Vahé)
salt og pipar eða The secret blend saltið frá Nicolas Vahé

Skerið kartöflurnar í báta og setjið í eldfast mót. Dreifið hvítlauksolíunni vel yfir allar kartöflurnar, kryddið og saxið rósmarínið smátt og dreifið yfir. Verið búin að hita ofninn í 200°C og bakið kartöflurnar í 40 mínútur eða þangað til þær eru gullin brúnar.
Þið getið auðvitað notað bæði hvaða olíu sem er og eins hvaða krydd sem er en vörurnar frá Nicolas Vahé eru í algjör uppáhaldi hjá mér þessa dagana svo að mig langaði að deila því með ykkur. Sælkeravörur sem geta auðveldað eldamennskuna til muna.