magnolian-bakery-3

New York, New York

21 October , 2013

Veit ekki um neinn sem hefur farið til New York og ekki orðið ástfanginn af þessari yndislegu og skemmtilegu borg. Við fórum þangað í september og hér er einn pistill af mörgum um upplifun okkar sem ég ætla að birta á næstunni.

Fórum til New York í september með nokkrum vinahjónum en þetta var ferð sem var skipulögð langt fram í tímann, en haustferð varð fyrir valinu því það er alveg yndislegur tími í þessar frábæru borg. Og ég sem lifi fyrir góðan mat og ýmislegt gúmmulaði stóð mig vel í að þræða alla bestu og skemmtilegustu staðina í borginni og þá má Magnolia Bakery alls ekki fara fram hjá manni. Hver man ekki eftir því úr Sex and the city. Þarna er alltaf fullt út úr dyrum en röðin gengur ótrúlega hratt fyrir sig svo að það er algjörlega þess virði að bíða.

magnolian-bakery-4

Þetta bakarí er staðsett á þremur stöðum í borginni, 401 Bleeker Street, 1240 6th avenue og 200 Columbus avenue en svo eru lítil útibú í Rockefeller Center og Grand Central Station. Hér er hægt að fá alveg geggjaðar ekta amerískar cupcakes með allavega tegundum af kremi og bragði, hver önnur geggjaðri.
Ég kom með nokkra kassa tilbaka í íbúðina okkar og leyfði hinum ferðafélögunum að smakka og þau eiginlega áttu ekki til orð yfir hversu góðar þær væru og alls ekki of sætar á miðað við margt annað sem maður fær í Ameríku.

magnolian-bakery-5

Það eru margir aðrir skemmtilegir gourmet staðir í New York sem maður verður að heimsækja ef maður er eins og ég og elskar allt sem bragðast vel og leikur við bragðlaukana. Það er alveg ótrúlegt hvað svona fallegar búðir geta gert fyrir mann. Þetta kalla ég sko að upplifa á ferðalögum erlendis, og finnst mér þetta besti og skemmtilegasti hlutinn við að ferðast.
Á næstu vikum ætla ég að skrifa nokkra svona litla pistla um alla þá skemmtilegu og fallegu staði sem við heimsóttum í New York og leyfa ykkur að upplifa þetta með mér. Eins er nú bara gaman ef þetta getur hjálpað ykkur eitthvað næst þegar þið farið til New York nú eða fyrir ykkur hin sem hafði aldrei farið þangað. Njótið vel elsku vinir!!!