gnoggi_1

ítalskt kartöflu Gnocchi

25 April , 2014

Gnocchi er eitthvað sem maður fær á hverju horni á Ítalíu og er jafn vinsælt og venjulegt pasta þar í landi. Mér finnst þetta alveg óendanlega gott en mætti vera aðeins duglegri við að gera þetta því að það er svo lítið mál og maður getur meira að segja gert nóg fyrir nokkra daga. Svo er bara að nota einhverja af uppáhalds pastasósunum ykkar með og þá eru þið næstum því komin til Ítalíu.
Lesa meira »

image

Heimagerður rjómaís með bananasúkkulaðisósu

17 April , 2014

Hér er uppskriftin af ísnum sem ég gerði í sjónvarpinu á Miklagarði um daginn. Þetta er svakalega góður ís sem er alveg upplagt að skella í svona fyrir páskana til að eiga í eftirrétt, nú eða bara til að næla sér í á góðu kvöldi heimavið.  Persónulega finnst mér langbesti ísinn vera sá sem er heimagerður, en dæmi hver fyrir sig.
Lesa meira »

braud-bjor-1

Bjór brauð

8 April , 2014

Ég veit að þetta hljómar kannski aðeins einkennilega, bjór í brauðuppskrift en fyrir það fyrsta þá finnur maður ekkert bjórbragð og í öðru lagi þá verður brauðið alveg ótrúlega mjúkt. Það sem er kannski skemmtilegast við þetta brauð er að það eru bara 5 hráefni í því og því er það alveg fáranlega auðvelt að gera. Svona brauð sem maður getur alltaf skellt í á nokkrum mínútum ef mann langar til að baka brauð fyrir fjölskylduna.
Lesa meira »