
Júllakaka
Þessi kaka er í mjög miklu uppáhaldi hjá mér og hefur verið síðan ég var lítil stelpa. Mamma bakaði þessa köku mjög reglulega fyrir okkur en hann Júlli frændi minn er sá sem mér finnst hreinlega eiga þessa köku. Þessi uppskrift kemur upphaflega úr bókinni Unga stúlkan og eldhússtörfin sem síðar hét Unga fólkið og eldhússtörfin. Þar heitir hún brún kaka en hún heitir bara Júllakaka vegna þess að hann Júlli frændi minn bakaði þessa köku mjög reglulega.