eye-candy

Akrakossar

18 December , 2016

Mig langaði svo mikið að deila þessari uppskrift með ykkur fyrir jólin. Þetta eru uppáhalds smákökurnar mínar sem mamma bakar alltaf um hver jól.  Þær eru líka alltaf þær sem klárast fyrst yfir aðventuna og þá er bara að baka ennþá meira af þeim. Sem krakki gat ég borðað endalaust af þeim með ískaldri mjólk, ekki það að ég geti ekki gert það í dag en hef kannski aðeins meiri hemil á mér.

2 dl hveiti
1/2 tsk matarsódi
1/4 tsk salt
100 gr mjúkt smjörlíki
1 dl sykur
1 dl púðursykur
1 egg
1 tsk vanillusykur
2 dl kornflex
2 dl haframjöl
1 dl kókosmjöl
súkkulaðidropar

Hnoðið deigið saman í hrærivélinni og mótið það í litlar kúlur. Takið súkkulaðidropana og ýtið hverjum og einum ofan á hverja litla köku eftir að þeim hefur verið raðað á bökunarplötuna með bökunarpappír undir.

Bakið kökurnar við 180°C í 12 mínútur.