fronsk-kaka-1-2

Frönsk súkkulaðikaka

24 January , 2014

Hér er ein klassísk uppskrift af franskri súkkulaðiköku. Ég held að allir eigi sína útfærslu af þessari gómsætu köku sem gengur við öll tækifæri. Þessi er afar einföld og er alltaf í uppáhaldi hjá mér. Það er auðvitað hægt að breyta henni aðeins með því að nota mismunandi tegundir af súkkulaði í hana og breyta til öðru hverju. Vonandi njótið þið vel elsku vinir og ég vona að hún vekji sama unað hjá ykkur eins og mér og öllum í kringum mig.

200 gr súkkulaði(ég nota alltaf appelsínusúkkulaði)
200 gr brætt smjör
4 egg
2 dl sykur
1 dl hveiti

Forhitið ofninn í 160°C.
Bræðið súkkulaði og smjör saman í potti við vægan hita.
Þeytið saman egg og sykur þangað til það er orðið létt og ljóst en bætið þá hveitinu út í. Að lokum hellið súkkulaði smjörblöndunni saman við og hrærið hægt og rólega á meðan. Setjið í venjulegt hringlaga form og bakið í 30 mínútur. Látið kökuna aðeins kólna en dreifið síðan flórsykri yfir. Best er að bera þetta fram með jarðarberjum og annað hvort rjóma eða ís. Svo geri ég stundum svona mascarpone krem með, smelli þeirri uppskrift inn við tækifæri.