pottrettur-2

Himneskt nautakjöts stroganoff

18 April , 2015

Á yndislegum kósý dögum er alveg ótrúlega gott að elda svona eðal pottrétt.  Þetta er stroganoff með nautakjöti og sveppum sem er afar einfaldur og rosalega góður þó ég segji sjálf frá. Það er auðvitað eins með þennan rétt eins og svo marga aðra pottrétti og súpur að það er mjög gott að gera þá daginn áður því þá nær sósa að draga vel í sig allt góða bragðið af kryddunum sem maður notar í hana.

1 laukur skorin smátt
1 askja sveppir
800 gr nautakjöt skorið í þunnar sneiðar
salt og pipar (eftir smekk)
3 dl nautakjöts soð(2 teningar + 3 dl vatn)
2 lárviðarlauf
1 msk grófkorna sinnep
1 dós sýrður rjómi
1 lúka steinselja
olía og smjör
50 ml brandy(ef vill)

Hitið olíuna og smjörið á pönnu og setjið laukinn og sveppina í pönnuna og eldið við vægan hita í 10 mínútur. Takið af pönnunni og setjið til hliðar.

Skerið nautakjötið í bita og snögg steikið það á sömu pönnu í 5 mínútur.
Bætið þá út á kjötið soðinu, sinnepinu, lárviðarlaufinu og kryddið eftir smekk með salti og pipar og öðru því sem er í uppáhaldi hjá ykkur. Ef þið notið brandy þá er gott að setja það fyrst á pönnuna og láta það gufa aðeins upp áður en öllu hinu er bætt við.
Setjið núna sveppina og laukinn út í allt hitt á pönnunni og blandið vel saman og látið malla í 10 mínútur.
Bætið sýrða rjómanum út í og steinseljunni og látið malla í smá tíma – þykkið eftir smekk og eins er allt í lagi að setja smá sósulit út í svo að hún sé ekki of ljós.

Berið fram með hrísgrjónum eða kartöflumús og auðvitað góðu brauði.