mangochutneychicken

Kjúklingur með mangó chutney og karrý

19 November , 2013

Held að þessi sé einn sá einfaldasti sem ég hef gert og með þeim betri sem ég hef smakkað. Þetta er uppáhalds réttur fjölskyldunnar sem er eldaður með mjög reglulegu millibili eða svona næstum því einu sinni í viku. Það eru örugglega mjög margir sem hafa prófað þennan rétt en ég hvet ykkur til að skella í þennan fljótlega!!!

4 kjúklingabringur
1 dós mangó chutney
200 gr smjör
3 msk karrý
1 dl hvítvín eða hvítvínsedik

Hrísgrjón

Forhitið ofninn í 180°C. Bræðið saman í potti smjörið, hvítvínið og karrýið og látið það malla í nokkrar mínútur eftir að smjörið hefur bráðnað. Skerið kjúklingabringurnar í tvennt og raðið í eldfast mót. Hellið smjörblöndunni yfir kjúklinginn og setjið í ofninn. Eldið í 25 mínútur en takið þá út og dreifið mangó chutney yfir allar bringurnar og skellið aftur inn í ofninn í 15-20 mínútur í viðbót.
Sjóðið hrísgrjón og gerið gott salat með, svo er bara að annað hvort baka sitt eigið naan brauð eða kaupið tilbúið og skellið í ofninn.