
Heimagert ravioli með spínat og ricotta fyllingu
Þetta er algjörlega eitthvað sem ég hvet ykkur öll til að prófa. Hér er uppskrift af einföldu heimagerðu pasta og svo af ravioli sem mér finnst alveg óendanlega gott. Þið getið svo ráðið hvernig þið viljið hafa pastað ykkar. Það er t.d ekkert mál að gera tagliatelle og geyma svo hluta af því með því að þurrka það og nota síðar. En í þessu tilfelli notaði ég pastað strax og það er sko alveg ljóst að það jafnast ekkert á við heimagert pasta enda ekki skrítið því að allt sem maður gerir heima í höndunum er yfirleitt gert með ástríðu og mikilli ást og hvaða matur bragðast ekki betur svoleiðis.
Lesa meira »