Ravioli1-1

Heimagert ravioli með spínat og ricotta fyllingu

24 March , 2017

Þetta er algjörlega eitthvað sem ég hvet ykkur öll til að prófa. Hér er uppskrift af einföldu heimagerðu pasta og svo af ravioli sem mér finnst alveg óendanlega gott. Þið getið svo ráðið hvernig þið viljið hafa pastað ykkar. Það er t.d ekkert mál að gera tagliatelle og geyma svo hluta af því með því að þurrka það og nota síðar. En í þessu tilfelli notaði ég pastað strax og það er sko alveg ljóst að það jafnast ekkert á við heimagert pasta enda ekki skrítið því að allt sem maður gerir heima í höndunum er yfirleitt gert með ástríðu og mikilli ást og hvaða matur bragðast ekki betur svoleiðis.
Lesa meira »

kleina-960x640-v1

Kleinurnar hennar mömmu

10 March , 2017

Það elska allir kleinur. Þær eru náttúrulega bara með því besta sem hægt er að hugsa sér og auðvitað erum við ekkert hlutlaus þegar við segjum að bestu kleinur sem maður fær er hjá mömm enda eru þær einfaldlega langbestar í öllum heiminum. Mér finnst mamma mín allavega algjör snillingur þegar kemur að kleinubakstri og ég get ekki talið skiptin sem ég hef fylgst með henni baka þær. Þessi uppskrift er frá mömmu og mér þykir afar vænt um það að geta deilt henni með ykkur.
Lesa meira »

Chicken-with-crust-960x640

Kjúklingur með dijon parmesan hjúp

20 February , 2017

Þetta er uppskrift sem ég var bara löngu búin að gleyma þangað til að ég var að gramsa í uppskriftabókinni minni um daginn. Og þess vegna langaði mig að deila þessu með ykkur. Hún er afar einföld í framkvæmd en kjúklingabringurnar verða svo mikið djúsí og góðar.
Lesa meira »