raudrofupesto V3

Rauðrófu pestó með kjúkling og flatbrauði

9 October , 2018

Þessa pestó uppskrift sá ég fyrir löngu síðan á uppáhalds síðunni minni sem hann heldur úti hann Sweet Paul sem er norskur matarstílisti. Ég lét loks verða af því að gera það og var sko alls ekki illa svikin. Alveg magnað pestó sem er hægt að nota með nánast hverju sem er. Hvet ykkur til að prófa þetta pestó því það er alveg himneskt og ótrúlega mjúkt og gott.
Lesa meira »

aspas-1

Ferskur aspas með parmaskinku

19 June , 2017

Ferskur aspas er frábær tilbreyting með kjötinu eða fisknum í staðinn fyrir salatið. Hann er svo góð viðbót með aðalréttinum nú eða sem forréttur í matarboðið. Ef ég ber hann fram sem forrétt er gott að hafa annað hvort gott balsamik síróp með eða skella í góða kalda sósu til að bera fram með. Ef þið hafið ekki prófað ferskan aspas hvet ég ykkur til að taka eina tilraun með þessa uppskrift, þetta klikkar alls ekki.
Lesa meira »

corn-on-the-cob-960x640

Grillaður ferskur maísstöngull með hvítlaukssmjöri

24 May , 2017

Mér finnst ferskir maísstönglar svo ótrúlega miklu betri heldur en þessir frosnu. Þeir eru miklu sætari og djúsí og svo er þeir svona aðeins stökkir og góðir undir tönn. Þessir er í algjöru uppáhaldi hjá mér og gæti næstum því haft þetta með öllum mat.
Lesa meira »