braud960x640

Brauð með parmaskinku,cheddar osti og graslauk

18 September , 2016

Sá uppskrift svipaðri þessari í sjónvarpinu einu sinni og skrifaði hana niður, var svo að fletta í uppskriftabókinni minni og rakst á hana núna fyrir stuttu. Ákvað að henda í þetta um daginn þegar ég gerði aspassúpuna og váá hvað ég var búin að gleyma hversu gott þetta brauð er svo að það var þá ekki spurning með að deila þessu með ykkur.
Lesa meira »

aspargus-supa-v2

Aspassúpa með ferskum aspas

8 September , 2016

Aspassúpa er algjör klassík sem er svo einfalt en afar ljúft að gera fyrir fjölskylduna. Stundum er þetta einfalda og sígilda svo gott en maður gleymir bara að gera þessar gömlu og góðu uppskriftir. Það þykir líka ansi mörgum afar ljúft að fá súpu svona annað slagið sérstaklega þegar farið er að kólna úti og haustið skelllur á.
Lesa meira »

mamma-eplakaka-v2

Eplakaka með súkkulaði og kókós

24 June , 2016

Þetta er uppskrift sem er alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér. Hún er svo afar einföld og góð og er svona eitthvað sem maður getur skellt í ef maður nennir ekki að hafa of mikið fyrir eftirréttinum eða góðri köku með kaffinu. Ég fékk þessa fyrst hjá henni tengdamóður minni og ég féll algjörlega fyrir henni og hef bakað hana milljón sinnum síðan. Það er súkkulaði í henni og hef ég alltaf fengið hana með Toblerone í en upp á síðkastið hef ég gert hana með suðusúkkulaði nú eða suðusúkkulaði með appelsínubragði því að systir mín er með ofnæmi fyrir hnetum og getur því miður ekki borðað hana með Toblerone í svo að þegar þið prófið þessa þá skellið þið bara í hana uppáhalds súkkulaðinu ykkar.
Lesa meira »