mamma-eplakaka-v2

Eplakaka með súkkulaði og kókós

24 June , 2016

Þetta er uppskrift sem er alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér. Hún er svo afar einföld og góð og er svona eitthvað sem maður getur skellt í ef maður nennir ekki að hafa of mikið fyrir eftirréttinum eða góðri köku með kaffinu. Ég fékk þessa fyrst hjá henni tengdamóður minni og ég féll algjörlega fyrir henni og hef bakað hana milljón sinnum síðan. Það er súkkulaði í henni og hef ég alltaf fengið hana með Toblerone í en upp á síðkastið hef ég gert hana með suðusúkkulaði nú eða suðusúkkulaði með appelsínubragði því að systir mín er með ofnæmi fyrir hnetum og getur því miður ekki borðað hana með Toblerone í svo að þegar þið prófið þessa þá skellið þið bara í hana uppáhalds súkkulaðinu ykkar.
Lesa meira »

steikarborgari-960x640-v2

Steikarsamloka með sveppum og bernaise sósu

7 June , 2016

Stundum er svo gaman að borða svona djúsí samloku með uppáhalds hráefninu sínu – mér finnst nautakjöt ótrúlega gott og sérstaklega gott með bernaise sósu og ég veit að ég sko alls ekki ein um það eða að segja ykkur frá einhverju sem þið vitið ekki fyrir. En svo er svo geggjað að fá steikta sveppi og rauðlauk með eða bara það hráefni sem þið elskið mest. En ég nota hvert tækifæri til að geta borðað þetta geggjaða Brioche hamborgarabrauð sem til er í búðunum núna – bara svolítið gott að finna þetta extra smjörbragð af því. Og það var nú þess vegna sem ég gerði þessa geggjuðu samloku fyrir okkur um daginn. Njótið elsku vinir!!!

Lesa meira »

jullak-v1-960x640

Júllakaka

19 March , 2016

Þessi kaka er í mjög miklu uppáhaldi hjá mér og hefur verið síðan ég var lítil stelpa. Mamma bakaði þessa köku mjög reglulega fyrir okkur en hann Júlli frændi minn er sá sem mér finnst hreinlega eiga þessa köku. Þessi uppskrift kemur upphaflega úr bókinni Unga stúlkan og eldhússtörfin sem síðar hét Unga fólkið og eldhússtörfin. Þar heitir hún brún kaka en hún heitir bara Júllakaka vegna þess að hann Júlli frændi minn bakaði þessa köku mjög reglulega.

Lesa meira »