pizza-prosciutto1

Pizza með hráskinku og rucola

20 January , 2017

Það er alltaf svo ljúft á föstudögum að skella í pizzu – svo slakandi og gott eftir vinnuvikuna. Það er eiginlega þannig að ég elska þessi yndislegu föstudagskvöld þar sem allt er í rólegheitunum, vikan á enda og ilmurinn af ljúffengri pizzu í ofninum og ekki skemmir fyrir að fá sér gott glas af rauðvíni nú eða af einhverjum öðrum eðal uppáhalds drykk. Þessi pizza er í algjöru uppáhaldi hjá okkur fjölskyldunni.
Lesa meira »

steikarborgari-960x640-v2

Steikarsamloka með sveppum og bernaise sósu

10 January , 2017

Stundum er svo gaman að borða svona djúsí samloku með uppáhalds hráefninu sínu – mér finnst nautakjöt ótrúlega gott og sérstaklega gott með bernaise sósu og ég veit að ég sko alls ekki ein um það eða að segja ykkur frá einhverju sem þið vitið ekki fyrir. En svo er svo geggjað að fá steikta sveppi og rauðlauk með eða bara það hráefni sem þið elskið mest. En ég nota hvert tækifæri til að geta borðað þetta geggjaða Brioche hamborgarabrauð sem til er í búðunum núna – bara svolítið gott að finna þetta extra smjörbragð af því. Og það var nú þess vegna sem ég gerði þessa geggjuðu samloku fyrir okkur um daginn. Njótið elsku vinir!!!

Lesa meira »

eye-candy

Akrakossar

18 December , 2016

Mig langaði svo mikið að deila þessari uppskrift með ykkur fyrir jólin. Þetta eru uppáhalds smákökurnar mínar sem mamma bakar alltaf um hver jól.  Þær eru líka alltaf þær sem klárast fyrst yfir aðventuna og þá er bara að baka ennþá meira af þeim. Sem krakki gat ég borðað endalaust af þeim með ískaldri mjólk, ekki það að ég geti ekki gert það í dag en hef kannski aðeins meiri hemil á mér.
Lesa meira »