image

Rúgbrauð seytt

8 May , 2014

Þetta er langbesta rúgbrauðið sem ég hef smakkað. Fékk þessa uppskrift frá henni Fríðu vinkonu minni sem kemur oft og heimsækir mig í vinnuna. Það jafnast ekkert á við svona eðal íslenskt seytt rúgbrauð, hvort sem það er með fiskréttinum eða með einhverju eðal áleggi á þá er svo gott að eiga þetta geggjað heimagerða rúgbrauð.
460 gr rúgmjöl
260 gr heilhveiti
1 ltr súrmjólk
400 gr síróp
3 tsk salt
3 tsk matarsódi

Blandið öllu saman í skál og hrærið vel saman. Þið þurfið síðan pott sem er 3 lítrar og setjið bökunarpappír í botninn, hellið síðan blöndunni í pottinn. Verið búin að forhita ofninn í 90°C og passið upp á að potturinn sem þið notið sé með þéttu og góðu loki. Setjð pottinn í ofninn og bakið í 12 klukkutíma. Ég geri þetta yfirleitt að kvöldi til og læt þetta bakast yfir nóttina, þá er komin ilmandi rúgbrauðslykt um morguninn.