skuffukaka-1

Skúffukaka ömmu minnar

21 January , 2017

Að skella í eina skúffuköku svona um helgar er bara yndislegt. Alltaf svo gott að eiga hana fyrir fjölskylduna eða þá sem kíkja við í kaffi um helgar. Þessi uppskrift er eitthvað sem ég fann í einni af gömlu uppskriftarbókunum sem ég erfði eftir hana ömmu Lólý mína svo að mér fannst upplagt að deila henni með ykkur hérna á síðunni.

3 dl sykur
180 gr mjúkt smjör
2 egg
4 1/2 dl hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
1 1/2 dl kalt vatn
3 tsk vanilludropar
1 dl kakóflo
1/2 tsk salt
2 dl ab-mjólk

Forhitið ofninn í 180°C. Setjið smjör og sykur í skál og hrærið vel saman. Bætið síðan eggjunum við einu í einu og hrærið vel á milli. Blandið þurrefnunum við í sér skál og bætið út í deigið hægt og rólega. Hellið vökvanum og þurrefnunum til skiptis saman við blönduna.
Maður þarf alltaf að passa upp á að hræra deigið of lengi þegar þurrefnin eru komin saman við.

Bakið kökuna í 30-40 mínútur eða þangað til að prjónn kemur hreinn út ef stungið er í hana.

Krem á kökuna:
120 gr brætt smjör
6 dl flórsykur
4 msk kakó
3-4 msk mjólk
3 tsk vanilludropar

Blandið öllu saman og ef ykkur finnst kremið ennþá of þykkt þá bætið þið bara smá mjólk saman við en bara mjög lítið í einu.

Svo er bara að skella kreminu á kökuna og svo strá smá kókosmjöli yfir ef maður vill. Passið bara upp á að láta kökuna kólna aðeins áður en kremið er sett á.