ricotta-960x640-V1

Heimagerður ítalskur ricotta ostur

15 October , 2020

Það er nú bara þannig að það hefur ekki verið hægt að fá ítalskan ricotta ost í búðunum hér í langann tíma. Svo að ég er búin að gera minn eiginn ost í þó nokkurn tíma sem er ekkert mál að gera. Þessi uppskrift er algjörlega skotheld og tekur ekki mikinn tíma.  Maður getur skellt í þetta og gert síðan ýmislegt annað á meðan því osturinn þarf að taka sig og standa á borðinu í svolítinn tíma.
Lesa meira »

siggusnudar1

Finnskir kanilsnúðar

1 April , 2020

Þetta eru snúðar sem hún Sigga vinkona mín er búin að vera að baka í mörg ár og eru langbestu kanilsnúðar sem ég hef smakkað. Enda ef ég frétti að hún hafi verið að baka þá, þá stekk ég af stað yfir til hennar í heimsókn til að fá einn góðan snúð og góðan kaffi með. Það jafnast ekkert á við það. Þessi uppskrift er finnsk og það sem gerir gæfumuninn hér eru kardimommurnar svo að ef þið getið mögulega komist yfir malaðar kardimommur þá mæli ég með því. Snúðarnir á myndinni eru aðeins öðruvísi rúllaðir upp en vanalega en Sigga kenndi mér það að stundum er gaman að gera ekki bara þetta hefðbundna útlit á kanilsnúðum, ef þið viljið fá snúðana ykkar svona þá er best að pensla deigið og leggið það svo yfir til helminga, skera í lengjur og binda deigið saman eins og þið séuð að binda hnút og setja endana undir hvern og einn snúð. Hvet ykkur til þess að prófa það, bara soldið skemmtileg tilbreyting.
Lesa meira »

raudrofupesto V3

Rauðrófu pestó með kjúkling og flatbrauði

9 October , 2018

Þessa pestó uppskrift sá ég fyrir löngu síðan á uppáhalds síðunni minni sem hann heldur úti hann Sweet Paul sem er norskur matarstílisti. Ég lét loks verða af því að gera það og var sko alls ekki illa svikin. Alveg magnað pestó sem er hægt að nota með nánast hverju sem er. Hvet ykkur til að prófa þetta pestó því það er alveg himneskt og ótrúlega mjúkt og gott.
Lesa meira »