sitronukaka1

Sítrónukaka

13 May , 2021

Þessi sítrónukaka hefur sko alveg slegið rækilega í gegn – alveg sama hvar eða fyrir hverja ég baka hana. Hún er svo mjúk og góð og einföld að baka og ekki skemmir fyrir að hafa gott glassúr á henni…….nammi namm ég mana ykkur til að prófa hana
Hér er þessi ljúffenga uppskrift

240 gr hveiti
1 tsk lyftiduft
4 egg
240 gr sykur
240 gr mjúkt smjör
1 tsk vanilludropar
2 tsk sítrónudropar
1/2 dl sítrónusafi úr ferskri sítrónu
sítrónubörkur af einn sítrónu

Glassúr
2 dl flórsykur
3 msk mjólk
1 tsk sítrónusafi

Forhitið ofninn í 175°C.
Setjið sykur og smjör saman í skál og þeytið þangað til það er létt og ljóst. Bætið þá eggjunum út í einu í einu og þeytið vel á milli. Setjið síðan dropana og  sítrónusafan ásamt sítrónuberkinum saman við og að lokum hrærið þurrefnunum saman við. og hrærið vel saman.
Smyrjið fromkökuform og hellið deiginu í og bakið í 40 mínútur – þetta getur samt verið mismunandi eftir ofnum svo að það er alltaf gott að stinga í kökuna og athuga hvort hún er bökuð í gegn.

Þegar kakan er tilbúin og orðin köld þá er gott að hræra saman í glassúrið og hella yfir kökuna. Síðan stráði ég smá sítrónuberki yfir – en það er bara svo fallegt.