browneyedcookies1

Brún augu

20 December , 2013

Þetta eru smákökur sem mér finnst vera ómissandi hluti af jólunum. Mamma hefur bakað þessar á hverjum jólum síðan ég var lítil og þær eru alltaf í uppáhaldi hjá mér. Og ég viðurkenni það alveg að ég er sko engann veginn búin að ná að gera þær jafn góðar og mamma gerir þær.

140 gr smjör/smjörlíki mjúkt
1 dl sykur
2 dl hveiti
1 egg
1 tsk lyftiduft
1 tsk vanilludropar
1 poki súkkulaðidropar

Forhitið ofninn í 160°C.
Hrærið saman smjör og sykur þangað til það er létt og ljóst og blandið síðan öllu hinu hráefninu saman við. Setjið bökunarpappír á ofnplötuna og setjið deigið á með teskeið með smá bili á milli og setjið síðan súkkulaðidropana ofan á. Bakið í 10-12 mínútur.