green_bean

Strengjabaunir með parmesan

16 December , 2013

Það er yndislegt að hafa strengjabaunir með matnum, smá tilbreyting frá öðru klassísku hráefni eins og grænum baunum. Það er nú líka gaman að bera fram eitthvað svona aðeins öðruvísi með matnum um jólin.

1 pakki strengjabaunir
salt og pipar eftir smekk
Hvítlauksolía til að þekja vel baunirnar(ég nota Garlic olíu frá Nicolas Vahé)
parmesanostur rifinn

Takið strengjabaunirnar og skolið upp úr köldu vatni. Skerið síðan endana af þeim og leggið í eldfast mót. Dreifið olíunni yfir, þið getið auðvitað notað hvaða olíu sem er og kryddið svo með salti og pipar. Að lokum skulu þið dreifa parmesanostinum yfir. Skellið í ofninn sem þið eruð búin að forhita í 180°C og eldið í 20 mínútur en það fer eftir því hvernig ofninn ykkar er, gætu þurft smá tíma í viðbót. Svo dreifi ég parmesan aftur yfir þegar þær koma út.

Svo gott að hafa þær með hvaða kjöti sem er og eru einstaklega hátíðlegur matur.