perukaka1web

Perukaka með kanil

26 October , 2013

Það er afar einfalt að baka þessa köku og þetta er svona kaka sem er alltaf gaman að henda í þegar maður á von á gestum. Það sem er líka skemmtilegt er að það er bæði hægt að nota perur í hana eða epli, nú eða bara bæði og þá er bara spurning um að hafa helming epli og helming perur. Svo er algjörlega himneskt að vera með rjóma með henni en hafa hann fljótandi – stundum nefnilega skemmtilegt að sleppa því að þeyta hann.

4 perur skornar í bita
2 msk kanill
4 dl hveiti
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
1 1/2 dl olía
2 1/2 dl sykur
safi úr 1 appelsínu
2 1/2 tsk vanilludropar
4 egg
kanilsykur svona 2 msk
100 gr valhnetur(ekki nauðsynlegt)

Hitið ofninn í 180°C. Skerið eplin í bita og hellið kanil yfir og blandið vel, látið þetta standa í 15 mínútur áður en þið byrjið að hræra kökuna saman. Blandið þurrefnunum saman í skál. Blandið sama við þurrefnin vanilludropunum, olíunni og appelsínusafanum. Blandið síðan eggjunum saman við einu í einu. Svo er bara að setja smyrja hringlaga form og hella helmingnum af deiginu í formið, dreifa svo eplunum yfir og hella svo afganginum af deiginu yfir. Mér finnst rosalega gott að dreifa smá kanilsykri yfir hana áður en ég set hana í ofninn. Bakið í 80 mínútur en stingið í hana eftir klukkustund til að kanna hvort hún er ennþá blaut í miðjunni því þá þurfið þið alveg 10-20 mínútur í viðbót.
Þessa köku er líka hægt að gera með eplum og er sko ekkert síðri svoleiðis.