broccolipasta

Brokkólípasta

5 November , 2013

Þessi uppskrift er sko algjörlega uppáhalds hjá mér og fjölskyldunni allri. Ekki það að þetta er uppskrift sem ansi margir vinir mínir eru farnir að vera með mjög reglulega í kvöldmatinn. Þessa uppskrift kom systir mín með heim frá Ítalíu fyrir mjög mörgum árum síðan, ekta ítölsk einföld pasta uppskrift sem er afar einkennandi fyrir ítalska matargerð. Hvet ykkur svo mikið til að prófa þetta pasta en það sem skiptir máli er bara að krydda þetta eftir smekk. Njótið elsku vinir!!!

2 búnt ferskt brokkólí eða 1 poki frosið brokkólí
2 laukar
3 hvítlauksrif eða fleiri eftir smekk
salt og pipar
þurrkuð chillifræ (1 tsk milt, 2-3 miðlungs sterkt)
3 dl ólífuolía(setti 1/2 dl af chilliolíu frá Nicolas Vahé til að fá meiri styrk í þetta)
500 gr spaghetti

Sjóðið brokkólíið upp úr söltuðu vatni þangað til það er mjúkt. Á meðan er gott að skera laukinn og hvítlaukinn smátt og steikið hann upp úr ólífuolíunni þangað til hann er mjúkur, kryddið vel með salti og pipar og chillipipar.
Þegar brokkólíið er soðið þá þarf að sigta það upp úr vatninu og setja það í skál því síðan notum við sama vatnið til að sjóða spaghettíið í en það þarf að sjálfsögðu að bæta smá vatni saman við.

Þegar spaghettíið er soðið, hellið vatninu af, setja spaghettíið í skál og hella yfir það ólífuolíunni með lauknum. Nú svo er bara að bera þetta fram með góðu brauði og salti og pipar og ekki má gleyma parmesanostinum.