green_pesto-2

Pestó með basiliku og spínati

10 February , 2014

Hér er uppskrift af grænu pestói eins og ég geri það alltaf. Mér finnst voða gott að nota með basilikunni annað hvort spínat eða smá steinselju og eins nota ég miklu frekar kasjúhnetur því að mér finnst þær gera pestóið mýkra og svo eru þær líka svo miklu ódýrari heldur en furuhneturnar.

1 búnt fersk basilika
1 lúka ferskt spínat(má sleppa)
100 gr kasjúhnetur
150 gr parmesanostur
ólífuolía (extra virgin frá Nicolas Vahé)
salt og pipar
parmesan basil salt frá Nicolas Vahé
3 hvítlauksrif

Allt sett saman í matvinnsluvél eða blender og blandað vel saman – hellið olíunni jafnt og þétt út í þangað til að pestóið nær þeirri áferð sem ykkur þykir best. Ég passa alltaf upp á að skera ostinn í nokkra bita og eins hvítlaukinn svo að auðveldara sé að blanda þessu saman og ekki verði kekkir í pesótinu.
Það er auðvitað hægt að nota hvaða ólífuolíu sem er, bara þá sem er í uppáhaldi hjá ykkur. Ég nota extra virgin ólífuolíuna frá Nicolas Vahé í pestóið því mér finnst hún svo rosalega bragðgóð og svo bragðbæti ég pestóið með parmesan basil saltinu frá honum líka, en það er eitthvað sem ég not næstum því á allt.