Tefelagid-3

Tefélagið – yndisleg uppgötvun

15 February , 2014

Langaði svo mikið að deila þessari upplifun með ykkur elsku vinir. Te er eitthvað sem ég hef drukkið síðan ég var lítil stelpa og er alin upp við það að drekka te með ristuðu brauði. Þess vegna er þetta eitthvað sem heillar mig mjög mikið.

Ein yndisleg vinkona mín og tengdafjölskyldan hennar eru snillingarnir á bak við þetta frábæra fyrirtæki sem Tefélagið er.
Hugmyndin hjá þeim er einföld, þú getur gerst áskrifandi af tei og fengið sent heim í hverjum mánuði te mánaðarins. Með þessu fær maður alltaf eitthvað nýtt og skemmtilegt til að smakka í hverjum mánuði, sem bæði gerir það að verkum að maður smakkar te sem maður myndi annars ekki prófa og svo er það bara svo ótrúlega skemmtilegt að fá svona pakka senda heim reglulega. Þessi fallegi pakki beið eftir mér í síðustu viku þegar ég kom heim og ég get eiginlega ekki líst því hversu glöð ég var að fá svona pakka, gladdi ómetanlega litla hjartað mitt.

Tefelagid-1

Ég var búin að kaupa nokkrar tegundir af teinu og hef enn ekki orðið svikin af þeim kaupum, við hjónin fáum okkur stundum te á kvöldin sem er svo róandi og gott. Þess vegna er gaman að prófa eitthvað nýtt í hvert skipti. Þetta er ótrúlega einföld og skemmtileg hugmynd, fyrir ákveðna upphæð á mánuði fær maður sendan heim tepakka í pósti og það er alltaf eitthvað nýtt og spennandi í hvert skiptið. Maður fer bara inn á tefelagid.is og skráir sig en þar er líka hægt að kaupa margt annað fallegt og skemmtilegt, eins og t.d þessi fallegu te lófamál sem eru glær og tvöföld þannig að þau verða ekki heit að utan, sem er frábært. Og ekki skemmir fyrir hversu falleg þau eru, ég er nú þegar búin að fá mér tvö svoleiðis en ætla að fá mér fleiri því mér finnst þau svo falleg og einföld.

Tefelagid-2

 Í pakkanum sem maður fær er te sem er  sérvalið handa klúbbfélögum ásamt fróðleik um viðkomandi te. Samhliða fá félagar sent fréttabréf í tölvupósti með almennum upplýsingum um teræktarhéruð, framleiðsluaðferðir, tesiði, uppskriftir og fleira. Nú og svo er alltaf hægt að kaupa teið hjá þeim á tefelagid.is.

Ég mæli svo mikið með því að þið skoðið þetta elsku vinir því þetta er alveg frábært og sérstaklega fyrir okkur sem erum mikið fyrir te og viljum bæði tilbreytinguna og eitthvað öðruvísi svona einstaka sinnum. Svo leyfi ég ykkur að fylgjast með þegar ég hendi mér í það að prófa að marinera kjöt með tei sem ég gæti alveg trúað að sé himneskt.