tv-kaka-1

Sjónvarpskaka

15 October , 2014

Þetta er kaka sem hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og minnir mig mjög mikið að það þegar ég var lítil. Mamma bakaði þessa köku mjög oft og hún er alltaf svo góð með góðu glasi af ískaldri mjólk. Þetta er svona kaka sem er alltaf svo gott að eiga fyrir fjölskylduna eða vini.

300 gr sykur
250 gr hveiti
50 gr smjör brætt
2 dl mjólk
4 egg
2 tsk lyftiduft
2 tsk vanillusykur frá Dansukker

Kókósblanda:
150 gr smjör
120 gr kókósmjöl
140 gr púðursykur
5 msk mjólk

Fyrir botninn, þeytið saman egg og sykur þangað til það er orðið ljóst og létt. Blandið þurrefnum saman við og bræðið saman mjólk og smjör og blandið út í og hrærið vel saman.  Setjið í vel smurt kringlótt form og bakið við 175°C í 20 mínútur. Takið hana út og verið þá búin að blanda kókósblönduna í potti. Passið bara upp á að hafa bökunarpappír undir forminu inn í ofninum því hún getur lekið aðeins þegar kókósblandan er komin yfir kökuna og hitnar.

Setjið allt hráefnið í kókósblönduna í pott og bræðið saman. Hellið yfir kökuna um leið og hún er tekið úr ofninum og dreifið vel yfir alla kökuna þó ekki alveg út í kantana því blandan rennur aðeins út í kantana. Setjið aftur í ofninn og hækkið ofninní 200°C og bakið í 10 mínútur.