3laga-kaka-1

Súkkulaði karamellu kaka

28 October , 2014

Hér kemur ein þriggja laga kaka – algjörlega geggjuð og svona ekta í takti við það sem er að gerast í súkkulaði heiminum núna. Þetta er súkkulaði og karamellu kaka með smá salti sem gerir súkkulaðiðbragðið miklu sterkara og betra finnst mér.

270 gr hveiti
90 gr kakó
300 gr sykur
240 ml majónes
3 egg
1 3/4 tsk lyftiduft
1/4 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
1 msk vanilludropar
1 1/2 dl volgt vatn

Hitið ofninn í 160°C
Þeytið saman egg og sykur þangað til það er ljóst og létt eða í c.a 4 mínútur. Bætið þá út í majónesinu og vanilludropunum og hrærið vel saman. Takið hveitið og kakóið og sigtið í skál og bætið síðan saltinu og matarsódanum út í. Blandið þurrefninu saman við eggjablönduna varlega og í þremur hlutum og passið upp á að bæta fyrst við hveiti blöndunni og síðan smá volgu vatni eða c.a 1/2 dl í einu og svo koll af kolli þangað til allt er blandað saman.

Deilið deiginu á milli þriggja hringlaga forma sem eru ekki stærri en 20 cm og bakið í 30 mínútur. Takið út og látið þær kólna alveg áður en kremið er sett á þær.

Karamellu súkkulaði krem
340 gr súkkulaði
96 gr sykur
1 msk síróp
10 ml vatn
340 gr mjúkt smjör
240 ml rjómi

Saxið súkkulaðið í grófa bita og setjið í skál. Í potti blandið saman sykur, síróp og vatn og hitið að suðu og látið malla í smá tíma eða þangað til karamellan verður ljósbrún. Takið þá af hitanum og blandið rjómanum saman við – þetta kemur til með að bubbla vel en passið bara upp á að hræra mjög vel og hratt í þessu. Þegar þetta hefur blandast vel saman þá hellið þið þessu yfir súkkulaðið og blandið því vel saman. Að lokum bætið síðan smjörinu út í og hrærið vel saman með þeytara. Leyfið því aðeins að kólna áður en þið setjið kremið á kökuna.
Þegar þið setjið kremið á kökuna er gott að setja krem fyrst á milli laga og dreifa smá salti yfir á milli. Svo er bara að klára að setja krem yfir alla kökuna og dass af salti yfir allt.